top of page

Um mig

Ég heiti Anna Kristín og hef verið með myndavélina á lofti síðan ég man eftir mér. ​Ég á 4 börn, fædd 1992, 1998, 2008 og 2014, svo á ég lítinn ömmustrák sem fæddur er 2020. Gift mínum besta og búum við í Mosfellsbæ. Náttúran í mínu nánasta umhverfi er í uppáhaldi hjá mér og er tilvalið að mynda utandyra sé þess kostur. Einnig finnst mér skemmtilegt að mynda heima hjá viðskiptavinum, það gerir myndirnar hlýlegar og persónulegar. Fjölskyldan slakar oft betur á, þegar ekki þarf að mæta eitthvert á ákveðnum tíma.

Ég næ vel til barna á öllum aldri og legg ég mig fram um skapa afslappaða stemmningu með glaðlegum og jákvæðum samskiptum. 

Ekki hika við að hafa samband

Anna Kristín
7729200

 

Ég lærði ljósmyndun í Iðnskólanum í Reykjavík og útskrifaðist þaðan árið 2007. Ég hef viðað að mér þekkingu með hinum ýmsu námskeiðum í gegnum árin. Ég rek ljósmyndaþjónustuna Anna Kristín Ljósmyndun og mynda einna helst börn og fjölskyldur en tek að mér alls kyns ljósmyndaverkefni. 


Nám

 

​​

  • Önn hjá Sissu í svarthvítri filmuljósmyndun 2002

  • Ljósmyndun í Iðnskólanum í Reykjavík útskrift 2007

  • Grafísk Miðlun í Iðnskólanum í Reykjavík útskrift 2007

  • Námssamningur hjá Gunnari Leif í Barna & fjölskylduljósmyndum 2008-2009 

  • Sveinspróf í ljósmyndun 2009

  • Lightroom námskeið hjá Julieanne Kost, magic of lightroom 2012​​

  • Iwona PodlasiÅ„ska námskeið í barnaljósmyndun og myndvinnslu 2019

  • Online námskeið Mastering skin tones með Laura Froese 2021

  • Online námskeið Finding inspiration indoors 20021

  • ​Námskeið í nýburaljósmyndun hjá Rán Bjargar 2022

 


Birt efni


Ég myndaði portrait myndir og landslag fyrir bók sem kom út í apríl 2022. Bókin heitir;


Tómið eftir sjálfsvíg. 
Bjargráð til að lifa með sorginni

höf, Anna Margrét Bjarnadóttir.

 

 

Hér er hægt að kaupa bókina

https://www.bokafelagid.is/products/tomid-eftir-sjalfsvig

 

​

 

bottom of page