
Verkefni
Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að mynda í bókina sem Anna Margrét Bjarnadóttir skrifaði,
Tómið eftir sjálfsvíg-Bjargráð til að lifa með sorginni.
Bókin er mikilvæg og fjallar um átakanlegt og erfitt málefni. Frásagnir fólks um ástvini sem fallið hafa fyrir eigin hendi og einnig er kafli um bjargráð í sorgarferlinu fyrir aðstandendur
Ég er svo stolt af Önnu Margréti minni, og hvað hún hefur staðið sig vel og hvað bókin er falleg og vönduð!
Tómið eftir sjálfsvíg
Bjargráð til að lifa með sorginni
Markmið þessar bókar er að veita styrk þeim lesendum sem hafa nýlega misst ástvin úr sjálfsvígi eða eru enn að takast á við sorgina. Annað markmið hennar er að varpa ljósi á hversu mismundani einstaklingar falla frá á þennan hátt og hve ólíkar aðstæður þeirra hafa verið.
Hvert tilfelli er einstakt.