Jólakort
Jólakort eru skemmtileg hefð. Hjá mér færðu falleg jólakort þar sem ljósmyndin er í aðalhlutverki. Hægt að velja að hafa ljósmyndina framan á kortinu eða inní, einnig býð ég upp á sérprentaðan texta inní jólakortið sé þess óskað.
Jólakortin koma með umslagi.
20 stk 12.600.-
30 stk 15.800.-
40 stk 18.900.-
50 stk 22.000.-




Fyrsta jólakortið sem kom á markað í heiminum, svo vitað sé, var gefið út í Englandi árið 1843 en það var þremur árum eftir að frímerkið var fundið upp. Það var þó ekki fyrr en í kringum 1890 að fyrstu jólakortin komu á markað hér á landi og voru þau yfirleitt dönsk eða þýsk, en þá höfðu jólakortin þegar breiðst hratt út um Evrópu og Norður-Ameríku. Uppúr aldamótunum 1900 fóru íslensk jólakort að birtast og fljólega varð mjög algengt að senda jólakort hér á landi og hefur það aukist jafnt og þétt í gegnum árin og er nú löngu orðinn fastur liður í jólaundirbúningnum.